Fréttir og greinar

Heimsókn til Þróunarfélags Grundartanga

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová – Hall Allen, ásamt fylgdarliði, heimsótti Þróunarfélag Grundartanga þriðjudaginn 3. október s.l.

Grundartangi sem grænn hringrásargarður

Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri segir að Þróunarfélag Grundartanga þrói nýja vaxtarmöguleika með grænum iðngarði byggðum á hringrásarhugsun. Umhverfisáhrif verði lágmörkuð, auðlindanotkun minnki og losun óæskilegra efna. Ávinningur sé auk þess meiri hagsæld, auknar tekjur, sparnaður og lægri framleiðslukostnaður.

Undirritun viljayfirlýsingar um uppbygginngu græns iðngarðs með hringrásarhugsun

Þann 11. maí síðastliðinn skrifuðu eigendur Þróunarfélags Grundartanga og fyrirtækin sem starfa á Grundartangasvæðinu undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga og fór viðburðurinn fram hjá Norðuráli á Grundartanga.

Græn atvinnusköpun

Á Grundartanga veita 20 stór og smá iðn- og þjónustufyrirtæki um 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Að auki má rekja um 2.100 afleidd störf til starfseminnar á svæðinu. Þetta samfélag fyrirtækja er langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness.

Björt framtíð Grundartanga

Það voru góð tíðindi er Norðurál náði nýjum raforkusamningi á dögunum. Samhliða var tilkynnt um 15 milljarða króna viðbótarfjárfestingu á Grundartanga.

Framleiðsla rafeldsneytis á Grundartanga

Full ástæða er til að minna reglubundið á mikilvægi atvinnu- og nýsköpunar. Á hinu öfluga atvinnusvæði Grundartanga eru starfandi 20 stór og smá iðn- og þjónustufyrirtæki.

Ný skýrsla um framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi

Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Paríasarsamkomulagins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040

Samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga

Landsvirkjun, Carbon Recycling International, Elkem á Íslandi og Þróunarfélag Grundartanga áforma samstarf um skoðun á framleiðslu á grænu metanóli. Framleiðslan myndi nýta endurnýjanlega raforku Landsvirkjunar, framleiðslutækni Carbon Recycling International og glatvarma ásamt koldíoxíði sem fangað yrði úr kísilveri Elkem á Grundartanga.

Samstarf um föngun kolefnis og nýtingu glatvarma - 1. áfangi

Undirritun viljayfirlýsingar milli Elkem, Veitna, Carbfix, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Þróunarfélags Grundartanga um föngun og niðurdælingu á koldíoxíði og nýtingu glatvarma til hitaveitu. ​

Nýting Carbfix tækni á Grundartanga

Carbfix ohf, Þróunarfélag Grundartanga, Elkem Ísland undirrituðu áform um samstarf 9. júní 2021.