Nýting Carbfix tækni á Grundartanga

Á myndinni: Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem,
Edda Sif Aradóttir forstjóri Carbfix,
Þórdís K…
Á myndinni: Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem,
Edda Sif Aradóttir forstjóri Carbfix,
Þórdís Kolbrún Reykjafjörð Gylfadóttir ráðherra,
Ólafur Adolfsson stjórnarformaður Þróunarfélags Grundartanga.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var viðstödd þegar Carbfix ohf, Þróunarfélag Grundartanga og Elkem Ísland undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf þann 9. júní 2021. Verkefnið felur í sér að meta hagkvæmni þess fyrir Elkem að nýta Carbfix tækni til að draga úr losun koltvísýrings og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og hrinda verkefninu í framkvæmd.  Carbfix líkir eftir og hraðar náttúrulegum ferlum þar sem CO2 er fangað og bundið í berg með það að markmiði að minnka losun koltvísýrings út í umhverfið.