Um Þróunarfélagið

Þróunarfélag Grundartanga var stofnað 7. júlí 2016 en stofnaðilar voru Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Faxaflóahafnir sf., Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg og Skorradalshreppur. Félagið er ungt, hefur aðeins starfað í rétt tæp tvö ár. Sá tími sem nú er liðinn frá stofnun hefur verið nýttur til að ná saman lykilaðilum á svæðinu til þess að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir svæðið og starfsemi þróunarfélagsins.

Sviðsmyndir

Sumarið 2017 var ákveðið að ráðast í gerð sviðsmynda um framtíð svæðisins til ársins 2040 og ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til að stýra því verki. Sviðsmyndirnar voru mótaðar þá um haustið með þátttöku fjölda ólíkra hag- og hagsmunaaðila, stofnana, fyrirtækja og nálægra sveitarfélaga auk fulltrúa orkufyrirtækja, skipafélaga og fjármálastofnana svo dæmi séu tekin. Sviðsmyndirnar gefa okkur hugmyndir um það hvernig framtíðin kann að þróast og eru gott innlegg inn í áframhaldandi starf félagsins.

Stefna

Skömmu eftir áramótin 2018 var svo ákveðið að hefjast handa við stefnumótun þróunarfélagsins með þátttöku lykilaðila á svæðinu. Niðurstöður þeirrar vinnu má sjá í þessu skjali. Þar gefur að líta metnaðarfulla stefnu til ársins 2023 með skýrum markmiðum og aðgerðum til að fylgja þeim eftir.