Hlutverk og verkefni

Tilgangur Þróunarfélags Grundartanga er að vinna að framfaramálum á athafna-, iðnaðar- og hafnarsvæðinu við Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Þetta er gert með því að sameina krafta sveitarfélaga, Faxaflóahafna og fyrirtækjanna á svæðinu til að mynda eitt ölfugt atvinnusóknarsvæði.

Helstu markmið Þróunarfélagsins

  1. Styrkja og leggja áherslu á skipulagt atvinnu- og iðnaðarsvæði með samkeppnishæfni tengda umhverfismálum
  2. Útbúa innviðalýsingu sem tekur til kosta svæðisins tengt þróunar- og vaxtamöguleikum, þ.m.t. búsetukostum sveitarfélaganna
  3. Auka og búa til samfélag fyrirtækja á svæðinu
  4. Efla rannsóknir á sviði umhverfismála með auknum áherslum á grænan iðnað
  5. Leiðarljós er grænt atvinnusvæði sem laðar að fjárfesta og ný græn atvinnutækifæri
  6. Nýta sviðsmyndir og stefnumótun til að fylgja eftir markmiðunum

Árið 2017 var unnin sviðsmyndagreining um framtíð atvinnulífs og uppbyggingar á Grundartanga til ársins 2040 sem unnin var af KPMG fyrir Þróunarfélagið. Mótaðar voru sviðsmyndir sem lýsa fjórum mismunandi “framtíðum” í starfsumhverfinu og hvernig það getur þróast með ólíkum hætti.  Sú vinna var nýtt sem grunnur að stefnu félagsins og verkefnavali. 

Dæmi um verkefni sem unnin hafa verið á síðustu árum:

  • Gerð skýrslu um orkuendurvinnslu með virkjun umframvarma á Grundartanga.
  • Fýsileikakönnu á rekstri og uppbyggingu rafeldsneytisverksmiðju.
  • Fýsileikakönnun á framleiðslu á grænu Metanóli.