Þróunarfélag Grundartanga vinnur að því að þróa Grundartangasvæðið sem grænan iðngarð með hringrásarhugsun að leiðarljósi.

Uppbygging garðsins er í samræmi við viðmið Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna um græna iðngarða og er garðurinn sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Tímalína græns iðngarðs

Stjórnun, ábyrgð og lykilverkefni

Grænn iðngarður felur í sér ábyrga stjórnun garðsins, sem lýtur bæði að stefnumótun, rekstri og samráði þar sem góðir stjórnarhættir, gagnsæi og skýr upplýsingagjöf eru höfð að leiðarljósi.


Lykilverkefni eru skilgreind út frá fýsileika, sérstöðu garðsins og tækifærum til stöðugra umbóta. Þau miða að því að draga úr umhverfisáhrifum garðsins, styðja við vöxt og viðgang samfélagsins og upplýsa um ábyrga stefnu og stjórnunarhætti garðsins.


Dæmi um lykilverkefni eru uppsetning rafhleðslustöðvar fyrir flutninga- og einkabíla á Grundartanga, tilraunaverkefni um föngun glatvarma og rannsóknarborhola í samstarfi við Carbfix.


Sjálfbærni
umgjörð

Sjálfbærniumgjörð myndar stefnu græns iðngarðs á Grundartanga í uppbyggingu hringrásarhagkerfis með bættri fjölnýtingu auðlinda og innviða.


Hún inniheldur sameiginlega sýn, markmið og mælikvarða á sviði umhverfismála, félagslegra þátta, stjórnarhátta og hagsældar, og byggir á mikilvægisgreiningu fyrir garðinn ásamt viðmiðum Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna.


Sjálfbærniumgjörð græns iðngarðs á Grundartanga var samþykkt af aðildarfyrirtækjum garðsins árið 2022.

Umhverfismál

Markmið græns iðngarðs er að stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun og eflingu hringrásarhagkerfis innan garðsins og taka þar með forystu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum á heimsvísu.

Félagslegir þættir

Með stofnun græns iðngarðs er stuðlað að uppbyggingu jákvæðrar ímyndar garðsins gagnvart starfsfólki og nærsamfélagi og unnið markvisst að velferð og öryggi starfsfólks og gesta garðsins.

Hagsæld

Hagsæld af grænum iðngarði felur í sér að skapa tækifæri til þróunar sem auka fjárhagslegan ávinning af garðinum. Aukin hagsæld felur í sér aukna samkeppnishæfni og laðað að fjárfesta, skapar tækifæri fyrir auknar gjaldeyristekjur og hagkvæmari hráefnis- og auðlindanýtingu.

Stjórnarhættir

Grænn iðngarður felur í sér ábyrga stjórnun garðsins sem lýtur bæði að stefnumótun, rekstri og samráði þar sem góðir stjórnarhættir, gagnsæi og skýr upplýsingagjöf eru höfð að leiðarljósi.

Skilgreind umhverfisvöktun fyrir svæðið tekur til heildaráhrifa starfseminnar. Tilgangur vöktunarinnar er að meta þau áhrif á umhverfið sem starfsemi á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga hefur.


Þau fyrirtæki sem taka þátt í umhverfisvöktuninni eru Elkem Ísland ehf., Norðurál Grundartangi ehf. og Alur Álvinnsla ehf.


Núverandi umhverfisvöktunaráætlun gildir til 2028. Niðurstöður umhverfisvöktunarinnar eru bornar saman við umhverfisviðmið í starfsleyfum og reglugerðum, ef tiltæk. Síðasta skýrsla vegna umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga var unnin af Eflu verkfræðistofu og birtir niðurstöður vegna ársins 2023.



Ávinningur af grænum iðngarði

Bætt í mynd vegna aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfi, auðlindum, samfélagi og fjármagni.

Mildun áhættu með bættu viðbragði og auknum fyrirsjáanleika gagnvart breytingum í umhverfi laga og reglna, röskun í virðiskeðju eða framleiðslutruflunum.

Hagkvæmni í rekstri með minni sóun, lægri framleiðslukostnaði, minni losun og aukinni seiglu gagnvart áhættu og óvæntum áföllum.

Aukin tekjumyndun vegna vöruþróunar og nýrrar þjónustu, aðgengi að nýjum mörkuðum, lánsfé og viðskiptavinum framtíðar.

Nánari upplýsingar

Þróunarfélag Grundartanga leiðir mótun Græns iðngarðs með hringrásarhugsun að leiðarljósi.

Netfang félagsins er grundartangi@grundartangi.is.