Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová – Hall Allen, ásamt fylgdarliði, heimsótti Þróunarfélag Grundartanga þriðjudaginn 3. október s.l.
Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri segir að Þróunarfélag Grundartanga þrói nýja vaxtarmöguleika með grænum iðngarði byggðum á hringrásarhugsun. Umhverfisáhrif verði lágmörkuð, auðlindanotkun minnki og losun óæskilegra efna. Ávinningur sé auk þess meiri hagsæld, auknar tekjur, sparnaður og lægri framleiðslukostnaður.