Heimsókn nemenda frá LBHÍ

Þróunarfélag Grundartanga og Elkem tóku á móti nemendum frá Landbúnaðarháskóla Íslands í húsnæði Elkem á Grundartanga, en heimsóknin var hluti áfanga um landnýtingu á Íslandi.

Nemendurnir fengu kynningu á tilgangi, starfsemi og framtíðarsýn Þróunarfélagsins ásamt því að fulltrúar KPMG kynntu hugmyndafræði og stöðu græns iðngarðs á Grundartanga.

Einnig fengu nemendurnir kynningu frá Elkem um tækifæri og verkefni þeirra út frá umhverfislegum sjónarmiðum.