Heimsókn ráðherra í Hvalfjarðarsveit

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Magnús Guðmundsson, rekstrarstjóri hjá sama ráðuneyti og Haraldur Benediktsson, nýráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, heimsóttu Hvalfjarðarsveit þann 4. apríl sl. og fengu kynningu á helstu viðfangsefnum sveitarfélagsins.

Þróunarfélag Grundartanga kynnti sína starfsemi á fundinum og fór m.a. yfir stöðu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga og þau verkefni sem garðurinn vinnur að.