Heimsókn til Þróunarfélags Grundartanga

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Lucie Samcová – Hall Allen, ásamt fylgdarliði, heimsótti Þróunarfélag Grundartanga þriðjudaginn 3. október s.l.

Hópurinn fékk kynningu á Þróunarfélagi Grundartanga frá Ólafi Adolfssyni, formanni þróunarfélagsins, sem fjallaði m.a. um starfsemi þess og tilgang ásamt kynningu frá Álfheiði Ágústsdóttur, forstjóra Elkem og Bjarna Má Júlíussyni sem ræddi um rafeldsneyti og fjölnýtingu. Aðalheiður Kristinsdóttir kynnti svo starfsemi Icelandic Electrial Fuel (Icefuel), en félagið var stofnað í kringum þróunarverkefni um rafeldsneyti á Íslandi.

Mikil ánægja var meðal þátttakenda og ljóst er að vaxandi áhugi er til staðar á þeim verkefnum sem framundan eru á Grundartangasvæðinu.