Ný skýrsla um framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi

Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri
                        nýsköpunarfy…
Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri
nýsköpunarfyrirtækisins
Icefuel.

Fýsileiki þess að framleiða rafeldsneyti á Íslandi júní 2021

Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Paríasarsamkomulagins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040

Notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum veldur um helmingi af CO2 losun sem er á beinni ábyrgð Íslands. Því er mikilvægt að meta þá kosti sem við höfum og þær fjárfestingar sem þarf til að skipa út jarðefnaeldsneyti fyrir aðra orkugjafa í samgöngu á landi, á sjó og í lofti.

Hluti af þeirri lausn er að nota beint endurnýtanlegt rafmagn til að knýja samgöngutæki, en í sumum tilvikum er það ekki raunhæfur möguleiki. Icefuel (Icelandic Electrical Fuel) hefur fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga, greint valkosti varðandi mögulegt framtíðareldsneyti og gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum. Skýrsla þessi snertir á fýsileika þess að framleiða rafeldsneyti á Íslandi auk þess að skýra af hverju rafeldsneyti er hluti af því að ná loftlagsmarkmiðum. Þátttakendur og helstu samstarfsaðilar við vinnslu skýrslunnar:

Bjarni Már Júlíusson, BMJ Consultancy: stjórnandi verkefnisins.

Bjarni hefur þriggja áratuga reynslu af verkefnastjórnun og verkefnum tengdum orku og orkuskiptum, ásamt mikilli þekkingu á orkukerfi Íslands og einnig reynslu af bindingu óæskilegra lofttegunda frá iðnaðarstarfsemi á Íslandi.

Hallmar Halldórs, Clara Artic Energy ehf, tæknilegur ráðgjafi.

Hallmar er sérfræðingur í vetnis- og orkumálum. Hann er framkvæmdastjóri Clara Arctic Energy ehf og hefur meðal annars komið að hönnun og þróun vetnis- og orkuinnviða (vetnisstöðva, rafgreina og geymslulausna) og starfað sem slíkur á alþjóðlegum vettvangi.

Aðalheiður Kristinsdóttir, Tensio ehf., verkefnastjóri.

Aðalheiður hefur meðal annars reynslu af almennri verkefnastýringu, greiningarvinnu, áætlunargerð auk þess að hafa reynslu í sölu- og rekstrarstýringu.