Fréttir og greinar

Græn atvinnusköpun

Á Grundartanga veita 20 stór og smá iðn- og þjónustufyrirtæki um 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Að auki má rekja um 2.100 afleidd störf til starfseminnar á svæðinu. Þetta samfélag fyrirtækja er langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness.

Björt framtíð Grundartanga

Það voru góð tíðindi er Norðurál náði nýjum raforkusamningi á dögunum. Samhliða var tilkynnt um 15 milljarða króna viðbótarfjárfestingu á Grundartanga.

Framleiðsla rafeldsneytis á Grundartanga

Full ástæða er til að minna reglubundið á mikilvægi atvinnu- og nýsköpunar. Á hinu öfluga atvinnusvæði Grundartanga eru starfandi 20 stór og smá iðn- og þjónustufyrirtæki.

Ný skýrsla um framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi

Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Paríasarsamkomulagins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040

Samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga

Landsvirkjun, Carbon Recycling International, Elkem á Íslandi og Þróunarfélag Grundartanga áforma samstarf um skoðun á framleiðslu á grænu metanóli. Framleiðslan myndi nýta endurnýjanlega raforku Landsvirkjunar, framleiðslutækni Carbon Recycling International og glatvarma ásamt koldíoxíði sem fangað yrði úr kísilveri Elkem á Grundartanga.

Samstarf um föngun kolefnis og nýtingu glatvarma - 1. áfangi

Undirritun viljayfirlýsingar milli Elkem, Veitna, Carbfix, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Þróunarfélags Grundartanga um föngun og niðurdælingu á koldíoxíði og nýtingu glatvarma til hitaveitu. ​

Nýting Carbfix tækni á Grundartanga

Carbfix ohf, Þróunarfélag Grundartanga, Elkem Ísland undirrituðu áform um samstarf 9. júní 2021.